Ulf Kristersson
Ulf Kristersson
Sigurður Már Jónsson blaðamaður gerir vargöldina í Svíþjóð að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum á mbl.is. Þar segir hann meðal annars: „Yfirvöld standa ráðþrota og formaður sænskra sósíaldemókrata sér það helst til ráða að kalla út herinn, sem væri fordæmalaus aðgerð í Svíþjóð. Rifja nú margir upp fyrri orð stjórnmálamanna á vinstri vængnum sem til þessa hafa hundsað öll teikn um þróun mála en það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að skilja orsakir og áhrifaþætti þess ástands sem nú ríkir.“

Sigurður Már Jónsson blaðamaður gerir vargöldina í Svíþjóð að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum á mbl.is. Þar segir hann meðal annars: „Yfirvöld standa ráðþrota og formaður sænskra sósíaldemókrata sér það helst til ráða að kalla út herinn, sem væri fordæmalaus aðgerð í Svíþjóð. Rifja nú margir upp fyrri orð stjórnmálamanna á vinstri vængnum sem til þessa hafa hundsað öll teikn um þróun mála en það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að skilja orsakir og áhrifaþætti þess ástands sem nú ríkir.“

Hann bætir því við að orðið hafi „grunnbreyting á sænsku þjóðfélagsgerðinni í kjölfar þess að um 20% landsmanna eru innflytjendur og 10% eru múslimar. Þó að flestir séu komnir til Svíþjóðar til að bæta hag sinn þá hefur aðlögun stórra hópa mistekist. Ofbeldisaldan nú sækir fóður sitt í unga menn af innflytjendaættum sem vilja frekar starfa í glæpagengjum en ganga í gegnum samfélagsmótun sænska velferðarkerfisins, hafi þeir á annað borð eitthvert val.“

Ulf Kristersson forsætisráðherra talar um háskalegustu tíma í landinu frá seinni heimsstyrjöldinni og Sigurður Már bendir á að ríkisstjórninni var að hluta til ætlað að taka á innflytjendamálum og „Kristersson hefur skellt skuldinni á stefnuleysi fyrri ríkisstjórna í málaflokknum“.

Á Íslandi eru þeir enn til sem láta eins og ekkert sé að gerast. En þeim fer fækkandi.