Nauthólsvík Fjölmargir góðir dagar voru í höfuðborginni í sumar.
Nauthólsvík Fjölmargir góðir dagar voru í höfuðborginni í sumar. — Morgunblaðið/Eggert
Meðal­hiti sum­ars­ins 2023 reikn­ast 9,5 stig sem er ör­lítið hlýrra en meðallag ár­anna 1991 til 2020. Þetta kem­ur fram í umfjöllun Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings á bloggsíðu hans þar sem hann fer yfir hita­töl­ur þessa sum­ars

Meðal­hiti sum­ars­ins 2023 reikn­ast 9,5 stig sem er ör­lítið hlýrra en meðallag ár­anna 1991 til 2020. Þetta kem­ur fram í umfjöllun Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings á bloggsíðu hans þar sem hann fer yfir hita­töl­ur þessa sum­ars. Töl­urn­ar ná yfir mánuðina júní til sept­em­ber.

„Sér­lega hlýtt hef­ur verið í heim­in­um síðustu mánuðina, hvert metið rekið annað. Hér á landi er þó flest í hófi – að und­an­tekn­um met­hlýj­um júní­mánuði um landið norðaust­an­vert,“ seg­ir í umfjöllun Trausta og nefn­ir hann að al­mannaróm­ur virðist vera frem­ur ánægður með tíðina.

Meðal­hit­inn er +0,3 stig­um hærri en meðaltal 1991-2020 og +0,1 stigi hærri en meðaltal síðustu tíu ára. Á landsvísu var sum­arið 2014 það hlýj­asta á þess­ari öld.