Eik fast­eigna­fé­lag hf. og Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf. hafa hætt viðræðum um mögu­leg­an samruna fast­eigna­fé­lag­anna tveggja. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Eik síðdegis í gær en eins og greint hef­ur verið frá hafa sam­ræður á milli…

Eik fast­eigna­fé­lag hf. og Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf. hafa hætt viðræðum um mögu­leg­an samruna fast­eigna­fé­lag­anna tveggja.

Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Eik síðdegis í gær en eins og greint hef­ur verið frá hafa sam­ræður á milli fé­lag­anna um mögu­leg­an samruna staðið yfir síðan í lok júní. Eru því aðeins tveir mögu­leik­ar eft­ir fyr­ir Eik en það er að taka yf­ir­töku­til­boði Reg­ins eða að Eik haldi áfram að starfa ein og sér.

Ít­rek­að er í tilkynningu Eikar að stjórn­in muni áfram leit­ast við að auka veg hlut­hafa sinna, halda sam­tal­inu áfram og kanna aðra mögu­leika til að efla fé­lagið til hlít­ar. Stjórn­in hyggst birta viðbót við grein­ar­gerð sína vegna breyt­inga á val­frjálsu til­boði Reg­ins hf. í allt hluta­fé Eik­ar í síðasta lagi viku áður en gild­is­tími til­boðsins renn­ur út.