Kjötborg Kaupmennirnir Kristján Aðalbjörn og Gunnar Halldór.
Kjötborg Kaupmennirnir Kristján Aðalbjörn og Gunnar Halldór. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Þetta verður svo­lítið snúið í vet­ur. Ég veit ekki al­veg hvað þeir eru að hugsa, það verður eng­inn á reiðhjól­i í brjáluðu veðri á Íslandi um vet­urna,“ segir Kristján Aðal­björn Jónas­son, kaupmaður í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur

Tómas Arnar Þorláksson

tomasarnar@mbl.is

„Þetta verður svo­lítið snúið í vet­ur. Ég veit ekki al­veg hvað þeir eru að hugsa, það verður eng­inn á reiðhjól­i í brjáluðu veðri á Íslandi um vet­urna,“ segir Kristján Aðal­björn Jónas­son, kaupmaður í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur.

Í gær tóku gildi nýjar reglur um gjaldskyldu í bílastæði í Reykjavík. Rukkað er fram á kvöld og um helgar en fyrir skemmstu var tekin upp gjaldskylda í nágrenni við Kjötborg. Kristján seg­ir gjald­skyld­una hafa tölu­verð áhrif á rekst­ur versl­un­ar­inn­ar en hann og Gunnar Halldór bróðir hans nota bíl til að flytja aðföng til og frá versl­un­inni. Segjast þeir bræður ekki geta mætt til vinnu eða notað bif­reið sem er þeim nauðsyn­leg til að viðhalda rekstr­in­um án þess að greiða í bíla­stæðamæli eða eiga á hættu að fá sekt.

„Ég kem þarna á morgn­ana og borga 400 krón­ur til að byrja með. Sekt­in er 4.500 krón­ur. Ég er bú­inn að borga tvisvar sekt­ir síðan þetta byrjaði. Þetta dreg­ur svo­lítið úr vilj­an­um til að vera með ein­hverja þjón­ustu fyr­ir viðskipta­vini, ég veit ekki hvað þeir gerðu ef búðin myndi hætta.“

Hann seg­ir að þetta gæti leitt til þess að þeir stytti opn­un­ar­tíma versl­un­ar­inn­ar og að jafn­vel komi til greina að loka búðinni á sunnu­dög­um vegna gjald­skyldu. Hann seg­ir ýmsa íbúa í hverf­inu sýna þeim stuðning.

Kristján seg­ir það enn fremur sorg­legt að þessi gjald­skylda verði mögu­lega til með að fólk komi sjaldn­ar í heim­sókn á elli­heim­ilið Grund sem er rétt hjá Kjöt­borg­.

Höf.: Tómas Arnar Þorláksson