Borgarfjörður eystra Íbúar eru beðnir að sjóða neysluvatn en mengun hefur greinst í báðum vatnsbólum. Næsta sýnataka er á mánudag.
Borgarfjörður eystra Íbúar eru beðnir að sjóða neysluvatn en mengun hefur greinst í báðum vatnsbólum. Næsta sýnataka er á mánudag. — Morgunblaðið/Heiddi
Mengun hefur greinst í báðum vatnsbólum vatnsveitu Borgarfjarðar eystra. Í tilkynningu HEF veitna segir að ýmsar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir mengun, og munu aðgerðir halda áfram

Mengun hefur greinst í báðum vatnsbólum vatnsveitu Borgarfjarðar eystra. Í tilkynningu HEF veitna segir að ýmsar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir mengun, og munu aðgerðir halda áfram. Eru íbúar þó beðnir að halda áfram að sjóða neysluvatn.

Á mánudaginn greindi mbl.is frá því að mengun hefði greinst í drykkjarvatni á Borgarfirði eystra við reglubundið eftirlit. Um er að ræða E. coli/kólíg­erl­a, sem gef­ur til kynna að vatnið sé mengað af saur frá mönn­um eða blóðheit­um dýr­um.

Í vikunni sagði Aðal­steinn Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri HEF veitna, að hann vissi ekki til þess að ör­verumeng­un hefði komið upp í vatnsveitunni áður.

Næsta sýnataka er áætluð á mánudag og búist við að niðurstöður berist um miðja næstu viku.