Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum finnur að „svonefndri Íslandsdeild Transparency International“ og bendir á að það „fyrirbæri virðist í reynd ekki annað en batterí utanum stjórnmálaskoðanir Atla Þórs Fanndal, fyrrverandi blaðamanns sem starfaði um skeið með Pírötum“.

Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum finnur að „svonefndri Íslandsdeild Transparency International“ og bendir á að það „fyrirbæri virðist í reynd ekki annað en batterí utanum stjórnmálaskoðanir Atla Þórs Fanndal, fyrrverandi blaðamanns sem starfaði um skeið með Pírötum“.

Samt sé Ríkisútvarpið „ótrúlega viljugt að kalla Atla Þór til sem faglegan og óháðan álitsgjafa þegar rætt er um spillingu, sem er eins og hvert annað grín þegar betur er að gáð. Staðreyndin er sú að áróðursdeildir á borð við Íslandsdeild Transparency International eru ekkert annað en það,“ en í stjórn sitji valinkunnir vinstrimenn.

Svo kemur ábending: „Ef Atli Þór hefði snefil af áhuga eða þekkingu á pólitískri spillingu, ætti hann að staðnæmast við það að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ræðst [á fimmtudag] á Morgunblaðið í aðsendri grein, blaðið sem með sjálfstæðri rannsóknarblaðamennsku hefur flett ofan af lygavef og lögbrotum ráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins.“

Og bætir við: „Það er stórmál og alvarlegt að ráðherra hefni sín með slíkum hætti fyrir óþægilegan fréttaflutning og ráðist að sjálfstæði fjölmiðla. Allt þetta myndi Atli Þór Fanndal í heilagri vandlætingu segja ef Svandís Svavarsdóttir væri ekki ráðherra að hans skapi og Morgunblaðið blað sem hann þolir ekki.“