Ernir Félagið flýgur um sinn til Húsavíkur en framtíðin er óviss.
Ernir Félagið flýgur um sinn til Húsavíkur en framtíðin er óviss. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framsýn stéttarfélag á Húsavík hefur sent frá sér ályktun þar sem því er fagnað að samkomulag hafi náðst um áframhaldandi flug til Húsavíkur með aðkomu Vegagerðarinnar. Jafnframt telur félagið afar mikilvægt að fundin verði varanleg leið til að…

Framsýn stéttarfélag á Húsavík hefur sent frá sér ályktun þar sem því er fagnað að samkomulag hafi náðst um áframhaldandi flug til Húsavíkur með aðkomu Vegagerðarinnar. Jafnframt telur félagið afar mikilvægt að fundin verði varanleg leið til að tryggja flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur í framtíðinni.

Framsýn minnir á að fljótlega eftir að Ernir hóf flug til Húsavíkur árið 2012 hafi stéttarfélagið samið um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samstarfið hafi verið afar farsælt og þýðingarmikið fyrir báða aðila. Af þeim sökum ekki síst hafi Framsýn lagt í mikla vinnu við að tryggja áframhaldandi flug. Félagið muni hér eftir sem hingað til berjast fyrir flugsamgöngum um Húsavíkurflugvöll.