Listakonan Una hélt síðast sýningu í Súðavík á vegum Listasafns ASÍ.
Listakonan Una hélt síðast sýningu í Súðavík á vegum Listasafns ASÍ. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur Svikull silfurljómi verður opnuð í dag kl. 16 í Mosfellsbæ í samvinnu við Listasafn ASÍ. Í tilkynningu segir: „Á sýning­unni eru höggmyndir og myndverk sem bregðast ýmist beint við rýminu eða velta upp spurningum um…

Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur Svikull silfurljómi verður opnuð í dag kl. 16 í Mosfellsbæ í samvinnu við Listasafn ASÍ.

Í tilkynningu segir: „Á sýning­unni eru höggmyndir og myndverk sem bregðast ýmist beint við rýminu eða velta upp spurningum um tíma, gildismat, eftirlíkingar, speglanir og leiðir til að falla inn í umhverfi sitt. Grænt handrið ber með sér óljósa minningu um Samkomuhús í Súðavík, minningu sem erfitt er að henda reiður á, hún hangir rétt utan seilingar.“

Sýningin stendur til 29. október og fer fram í einbýlishúsi í Kvíslartungu 28 í Mosfellsbæ. Opið virka daga kl. 16-18 og kl. 14-18 um helgar. Hægt er að panta tíma fyrir hópa utan venjulegs opnunartíma.