Dolinda Tanner
Dolinda Tanner
Þrjár sýningar voru opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í gær. Fyrst ber að nefna sýningu á ­keramik- og veflistaverkum Dolindu Tanner sem hér bjó og starfaði. „Pablo Picasso er greinilegur áhrifavaldur og þaðan koma mögulega líka afrísku áhrifin sem skynja má í mörgum verkum Dolindu

Þrjár sýningar voru opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í gær. Fyrst ber að nefna sýningu á ­keramik- og veflistaverkum Dolindu Tanner sem hér bjó og starfaði. „Pablo Picasso er greinilegur áhrifavaldur og þaðan koma mögulega líka afrísku áhrifin sem skynja má í mörgum verkum Dolindu. Í verkum hennar kemur saman fögur litapalletta, geómetrísk og fígúratíf form,“ segir í tilkynningu. Þýski leiktjaldamálarinn Lothar Grund flutti til Íslands árið 1950 og bjó hér til ársins 1963. Á Íslandi vann hann m.a. sem leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og auglýsingateiknari. Teikningar og önnur gögn frá tímabilinu þegar hann hannaði fyrir Hótel Sögu verða til sýnis. Þriðja sýningin nefnist Hönnunarsafnið sem heimili og verður nú opnuð í heild sinni eftir viðgerðir á þaki. Samtímis verður opnuð ný heimasíða, honnunarsafn.is.