30 ára Óskar ólst upp í Norðurmýri í Reykjavík en býr á Kársnesi í Kópavogi. Hann var nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og á eftir einn áfanga þar. Hann vinnur sem forritari hjá Spektra. Áhugamálin eru lyftingar, saga og tölvur

30 ára Óskar ólst upp í Norðurmýri í Reykjavík en býr á Kársnesi í Kópavogi. Hann var nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og á eftir einn áfanga þar. Hann vinnur sem forritari hjá Spektra. Áhugamálin eru lyftingar, saga og tölvur.


Fjölskylda Eiginkona Óskars er Sólrún Lára Tryggvadóttir Flóvenz, f. 1996, lögfræðinemi við HÍ. Synir þeirra eru Ágúst, f. 2020, og Kolbeinn, f. 2022. Foreldrar Óskars eru hjónin Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 1966, hótelstarfsmaður, og Höskuldur Harri Óskarsson, f. 1963, listamaður. Þau eru búsett í Hnaus í Flóa.