Hvítsúkkulaði- og kampavínsmús 50 g kampavín – ég notaði Moët & Chandon Brut Impérial-kampavín 200 g Síríus hvítir súkkulaðidropar 200 g léttþeyttur rjómi Hitið kampavín í potti að suðu. Hellið því yfir hvíta súkkulaðið og hrærið þangað til súkkulaðið hefur bráðnað

Hvítsúkkulaði- og
kampavínsmús

50 g kampavín – ég notaði Moët & Chandon Brut Impérial-kampavín

200 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

200 g léttþeyttur rjómi

Hitið kampavín í potti að suðu. Hellið því yfir hvíta súkkulaðið og hrærið þangað til súkkulaðið hefur bráðnað. Gott er að setja blönduna í örbylgjuofn í nokkrar sekúndur og hræra vel inn á milli til að hjálpa súkkulaðinu að bráðna.

Setjið léttþeytta rjómann í stóra skál og blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju.

Setjið kampavínsmúsina í eftirréttaglös og geymið í kæli í 1-2 klukkutíma eða yfir nótt.

Jarðarber

500 g jarðarber skorin í teninga

1 msk. sykur

1 msk. sítrónusafi

1/2 vanillustöng

Skafið innan úr vanillustönginni og setjið í skál. Bætið sykri, sítrónusafa og jarðarberjum saman við. Setjið jarðarberin ofan á kampavínsmúsina. Best er að gera þetta rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.

Skreytið að vild en ég notaði skrautkex og fersk blóm.