— Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir
Pavlóvur 3 eggjahvítur 150 g sykur 2 tsk. vanillusykur Þeytið eggjahvítur á miðlungshraða í hrærivél. Bætið sykrinum síðan smátt og smátt saman við þangað til marengsinn er orðinn stífþeyttur. Setjið marengsinn í sprautupoka með stórum hringlaga sprautustút

Pavlóvur

3 eggjahvítur

150 g sykur

2 tsk. vanillusykur

Þeytið eggjahvítur á miðlungshraða í hrærivél.

Bætið sykrinum síðan smátt og smátt saman við þangað til marengsinn er orðinn stífþeyttur.

Setjið marengsinn í sprautupoka með stórum hringlaga sprautustút.

Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og sprautið litlu marengsdoppunum á plötuna.

Setjið svolitla olíu á palet-hníf, eða flatan tertuspaða, og sléttið úr marengsdoppunum. Þetta gerum við til þess að við getum snúið þeim við þegar því kemur.

Bakið pavlóvurnar í 110°C heitum ofni í 2-3 klukkustundir, takið plötuna úr ofninum og leyfið henni að kólna.

Rjómafylling

400 g léttþeyttur rjómi

1 msk. flórsykur

Þeytið rjómann og blandið flórsykrinum saman við.

Setjið rjómann í sprautupoka með hringlaga sprautustút.

Ananas- og
chili-fylling

400 g ananas skorinn í litla teninga

1 msk. sykur

2 msk. Grand Mariner

1-2 tsk. chili-flögur

Blandið öllu saman í skál.

Samsetning

Ef pavlóvurnar eru ekki jafnar er hægt að taka rifjárn og skafa af toppunum svo hægt sé að snúa þeim við.

Sprautið stórri doppu ofan af rjómanum á pavlóvunar.

Gerið litla holu í miðjuna á rjómanum með skeið og setjið ananas- og chili-fyllinguna í miðjuna.

Skreytið að vild. Ég vildi hafa mínar einfaldar þannig að ég stráði örlítið meira af chili-flögum yfir til að fá rauða litinn betur í gegn.