Vegna greinar um skipulag Keldnalands, sem birtist í blaðinu á fimmtudag, vill höfundur hennar, Kjartan Magnússon, taka fram að ofsagt sé í greininni að miltisbrandur sé grafinn í jörðu við Keldur. Þótt miltisbrandur hafi verið rannsakaður og…

Vegna greinar um skipulag Keldnalands, sem birtist í blaðinu á fimmtudag, vill höfundur hennar, Kjartan Magnússon, taka fram að ofsagt sé í greininni að miltisbrandur sé grafinn í jörðu við Keldur. Þótt miltisbrandur hafi verið rannsakaður og ræktaður á Keldum eru engar heimildir um að hann sé að finna þar í jörðu. Kjartan biðst velvirðingar á þessum misskilningi.