Knéfiðla Júlía Mogensen frumflytur verkið Samtal á tónleikunum.
Knéfiðla Júlía Mogensen frumflytur verkið Samtal á tónleikunum.
Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Júlía Mogensen sellóleikari koma fram á tónleikum í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af samtímatónleikaröðinni Hljóðönum. Yfirskrift tónleikanna, Minni, er fengin úr nýju verki …

Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Júlía Mogensen sellóleikari koma fram á tónleikum í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 20.

Tónleikarnir eru hluti af samtímatónleikaröðinni Hljóðönum. Yfirskrift tónleikanna, Minni, er fengin úr nýju verki Berglindar Maríu sem frumflutt verður á tónleikunum. Verkið hverfist um samband tímans og minnisins – hvernig minnið tekst á við að varðveita tímann, að því er segir í fréttatilkynningu frá tónleikahaldara.

Þá mun Júlía Mogensen frumflytja eigið verk, Samtal, sem samið er sérstaklega í tilefni af tónleikunum fyrir raf-akústíska strengjahljóðfærið dórófón. Hljóðfærið sem Júlía kemur til með að leika á á tónleikunum er úr eigu tónlistardeildar Lista­háskóla Íslands og var smíðað með stuðningi Hönnunarsjóðs árið 2022. Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg. Almennt miðaverð er 2.500 krónur og er verð fyrir eldri borgara og námsmenn 1.500 krónur.