Bandaríski trompetleikarinn Woody Shaw verður heiðraður í Silfurbergi annað kvöld kl. 20. Í tilkynningu segir að Shaw hafi fetað nýjar brautir í línulegum spuna sem oft innihélt stór tónbil og átti það til að bregða sér út fyrir ríkjandi tóntegund

Bandaríski trompetleikarinn Woody Shaw verður heiðraður í Silfurbergi annað kvöld kl. 20. Í tilkynningu segir að Shaw hafi fetað nýjar brautir í línulegum spuna sem oft innihélt stór tónbil og átti það til að bregða sér út fyrir ríkjandi tóntegund. Tónsmíðar hans teljast til þess merkasta sem gerðist í djassi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Sænska tónskáldið og útsetjarinn Mats Holmquist hefur útsett efnisskrá af verkum Shaws og stjórnar Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld.