Norður ♠ D6432 ♥ D52 ♦ D3 ♣ D83 Vestur ♠ G985 ♥ K1085 ♦ G109 ♣ 106 Austur ♠ 107 ♥ – ♦ 87642 ♣ G97543 Suður ♠ ÁK ♥ ÁG9743 ♦ ÁK5 ♣ ÁK Suður spilar 6♥

Norður

♠ D6432

♥ D52

♦ D3

♣ D83

Vestur

♠ G985

♥ K1085

♦ G109

♣ 106

Austur

♠ 107

♥ –

♦ 87642

♣ G97543

Suður

♠ ÁK

♥ ÁG9743

♦ ÁK5

♣ ÁK

Suður spilar 6♥.

„Mér reiknast svo til að það séu 95% líkur á því að enginn við borðið taki eftir neinu misjöfnu.“ Gölturinn reif síðu úr gamalli bók eftir Eric Jannerstein (Finnið mistökin) og rétti fuglunum: 6♥ með ♦G út.

Í bókinni er sagnhafi látinn drepa á ♦D til að spila hjarta á gosann. „Augljóslega grjótvitlaust,“ segir Gölturinn. „Hitt er ekki eins augljóst að ekki má taka slaginn heima og leggja niður ♥Á. Jú-jú. Maður ræður við ♥K1086 í austur með því móti, en ekki í vestur. Í þeirri legu er eina vonin að spila fyrst litlu hjarta á drottninguna.“ Jannerstein rekur framhaldið: þegar ♥D á slaginn eru ÁK teknir í svörtu litunum. Síðan er tígli spilað á drottningu og spaði trompaður. Loks er hátígull trompaður til að stinga annan spaða (vestur er upptalinn), ♥9 spilað og lagt upp.

Talan 95%? Nú – líkur á öllum trompunum í vestur eru 5%.