Guðhús Gamla kirkjan setur sterkan svip á allt umhverfi sitt.
Guðhús Gamla kirkjan setur sterkan svip á allt umhverfi sitt.
color:#1F497D;mso-ansi-language:IS">Hátíðarmessa er í Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit á morgun, sunnudag, í tilefni af því að miklum viðgerðum á kirkjunni er nú lokið. Biskup Íslands prédikar og prestar í Garða- og Saurbæjarprestakalli þjóna fyrir altari við athöfnina sem hefst kl

Hátíðarmessa er í Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit á morgun, sunnudag, í tilefni af því að miklum viðgerðum á kirkjunni er nú lokið. Biskup Íslands prédikar og prestar í Garða- og Saurbæjarprestakalli þjóna fyrir altari við athöfnina sem hefst kl. 14. Innri-Hólmur er skammt sunnan við norðurmunna Hvalfjarðarganga. Kirkjan þar var vígð 1892. Þarna hefur og guðshús staðið frá því fljótlega eftir kristnitöku að frátöldum nokkrum áratugum á síðari hluta 19. aldar.

Kirkjan var endurbætt verulega um 1950 og þá var múrað utan um timburhús og reist forkirkja. Á síðustu árum hafði kirkjan látið mikið á sjá og lá undir skemmdum. Sóknarnefnd hafði verið að safna fjármunum til uppbyggingar í nokkur ár og alltaf var verið að skoða hver næstu skref gæt u verið.

Árið 2021 kom hópur fólks sem fætt er árið 1949 og fermdist í kirkjunni árið 1963 og vildi taka að sér umsjón með viðgerð. Að sögn Þráins Haraldssonar sóknarprests sinnti hópur þessi hlutverki sínu með glæsibrag. Til endurbóta fengust styrkir úr Húsafriðunarsjóði, Jöfnunarsjóði sókna, Hvalfjarðarsveit og einnig frá fólki og fyrirtækjum.

Kirkjan var í raun tekin í gegn, gert við múrskemmdir að utan, skipt um þak og turn. Að innan var skipt um töluvert af timburverki, bekkir voru pússaðir og lakkaðir og allt var málað. Þetta er til fyrirmyndar og ég hlakka til athafnar sem fram undan er,“ segir sr. Þráinn. sbs@mbl.is