Verktaka Páll Gunnar Pálsson forstjóri SKE hefur átt í vök að verjast.
Verktaka Páll Gunnar Pálsson forstjóri SKE hefur átt í vök að verjast. — Morgunblaðið/Ómar
Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur enn ekki endurgreitt verktakagreiðslur frá matvælaráðherra vegna at­hugunar á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, þótt brátt séu þrjár vikur liðnar frá því að úrskurður var kveðinn upp um ólögmæti verktökunnar

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur enn ekki endurgreitt verktakagreiðslur frá matvælaráðherra vegna at­hugunar á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, þótt brátt séu þrjár vikur liðnar frá því að úrskurður var kveðinn upp um ólögmæti verktökunnar.

Páll Gunnar Pálsson forstjóri SKE segir aðeins að endurgreiðslan sé „í ferli“ en af svörum hans til Morgunblaðsins er ljóst að eitt og annað á að leiða til lykta þar á bænum í komandi viku. Þar á meðal á hann von á því að þá skýrist hvort orðið verði við kröfum um að SKE skili eða eyði gögnum, sem safnað var hjá 29 sjávarútvegsfyrirtækjum í hinni ólöglegu athugun, en einnig hvort ýmsum öðrum spurningum, sem á stofnuninni hafa dunið, verði svarað. » 2