Fundvís Harpa Þórsdóttir og Þór Magnússon skoða peninginn sem þau fundu.
Fundvís Harpa Þórsdóttir og Þór Magnússon skoða peninginn sem þau fundu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður var á göngu um Þjórsárdal á dögunum ásamt föður sínum, Þór Magnússyni fyrrverandi þjóðminjaverði, þegar hún rakst á forna mynt. Uppruni myntarinnar hefur ekki verið staðfestur en frumrannsóknir benda til þess að hún…

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður var á göngu um Þjórsárdal á dögunum ásamt föður sínum, Þór Magnússyni fyrrverandi þjóðminjaverði, þegar hún rakst á forna mynt. Uppruni myntarinnar hefur ekki verið staðfestur en frumrannsóknir benda til þess að hún sé frá tímum Haraldar blátannar sem var konungur Danmerkur á árunum 958 til 987.

Harpa segist hafa séð eitthvað skína út undan sér, lítið og hringlaga, og þreif það upp. „Þetta var fislétt mynt. Ég rétti pabba hana og þorði varla að segja neitt og hélt kannski að þetta væri einhver spilapeningur eða það væri einhver að gera at í okkur því á augabragði áttaði ég mig á hversu absúrd þetta gæti litið út! Hann sagði hins vegar strax að þetta væri eitthvað merkilegt og var furðu rólegur þegar hann tilkynnti mér að myntin væri örugglega minnst þúsund ára gömul.“

Myntir sem þessi finnast örsjaldan að sögn Hörpu.