Kennslustund í barnaskóla 1955, líklega þó frekar í föndri en móðurmáli.
Kennslustund í barnaskóla 1955, líklega þó frekar í föndri en móðurmáli. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Baráttan fyrir tilveru móðurmálsins hófst ekki í gær, hafi einhver haldið það. Þannig áttu kennarar á námsstjórasvæði Stefáns Jónssonar fund með sér á Blönduósi haustið 1953 og samþykktu svohljóðandi ályktun í framhaldi af erindi námsstjórans um…

Baráttan fyrir tilveru móðurmálsins hófst ekki í gær, hafi einhver haldið það. Þannig áttu kennarar á námsstjórasvæði Stefáns Jónssonar fund með sér á Blönduósi haustið 1953 og samþykktu svohljóðandi ályktun í framhaldi af erindi námsstjórans um sérstaka móðurmálsdaga í skólum:

„Þótt móðurmálskennsla sé höfuðverkefni skólanna í daglegu starfi þeirra þá telur fundurinn að sérstakir móðurmálsdagar í skólum geti vakið nemendur skólanna og þjóðina alla til sóknar og varnar í baráttunni fyrir tilveru móðurmálsins og fegrun þess í máli og stíl.“

Að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins þá talaði Stefán námsstjóri einnig um vorskólastarfið, smábarnakennslu og föndur og frú Sigríður Valgeirsdóttir íþróttakennari talaði um líkamsuppeldi. Dr. Broddi Jóhannesson og Helgi Hjörvar skrifstofustjóri fluttu einnig erindi. Loks fóru fundarmenn í boði hreppsnefndar fram að Ási í Vatnsdal og um Svínvetningabraut. „Voru ferðir þessar hinar ánægjulegustu.“