Drjúgur Kári Jónsson skoraði 20 stig fyrir Valsmenn í Þorlákshöfn.
Drjúgur Kári Jónsson skoraði 20 stig fyrir Valsmenn í Þorlákshöfn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valsmenn fóru vel af stað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu Þórsara til Þorlákshafnar og fóru þaðan með stigin tvö eftir sigur, 96:81. Þórsarar náðu fimmtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Valsmenn söxuðu hratt …

Valsmenn fóru vel af stað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu Þórsara til Þorlákshafnar og fóru þaðan með stigin tvö eftir sigur, 96:81.

Þórsarar náðu fimmtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Valsmenn söxuðu hratt á það og þegar flautað var til hálfleiks voru Þórsarar einu stigi yfir, 45:44.

Jafnræðið hélt áfram framan af þriðja leikhluta en síðan sigu Valsmenn fram úr og komust þrettán stigum yfir um miðjan fjórða leikhluta.

Valsmenn tefldu fram nýjum bandarískum leikmanni, Joshua Jefferson, og hann lét mikið að sér kveða, skoraði 20 stig. Kári Jónsson skoraði líka 20, Kristófer Acox 17 og Kristinn Pálsson 13.

Darwin Davis skoraði 26 stig fyrir Þór, Nigel Pruitt var með 15 stig og 11 fráköst, Jordan Semple var með 14 stig og 11 fráköst og Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig.