Persónuleg Sýning Hildar verður opnuð í Listasafni Einars Jónssonar.
Persónuleg Sýning Hildar verður opnuð í Listasafni Einars Jónssonar.
Hamskipti nefnist sýning sem Hildur Henrýsdóttir opnar í Listasafni Einars Jónssonar í dag kl. 15. Þar má sjá ný verk sem „marka lok sjálfsævisögulegs sýninga-þríleiks“ Hildar

Hamskipti nefnist sýning sem Hildur Henrýsdóttir opnar í Listasafni Einars Jónssonar í dag kl. 15. Þar má sjá ný verk sem „marka lok sjálfsævisögulegs sýninga-þríleiks“ Hildar. Eftir vaxtarverki og eirðarleysi í fyrri hlutum þríleiksins fylgjum við henni nú yfir á tímabil sem einkennist af jafnvægi og sálarró, að því er segir í fréttatilkynningu. „Sýning Hildar er í senn afhjúpandi og óafsakandi sjálfsmynd myndlistarmannsins. Hildur hefur áður afhjúpað margar hliðar eigin varnarleysis fyrir almenningi en leitar nú andlegs skjóls í kvenlegri táknfræði og grískri goðafræði.“ Verk hennar eru staðsett innan um verk Einars Jónssonar. Sýningin er hluti sýningarraðar sem stjórnendur safnsins standa fyrir í tilefni af 100 ára afmæli safnsins.