Í skólastofunni. Anna: „Sigga, má ég fá lánaðan pennann hjá þér?“ Sigga: „Já, já, en þú ert með penna!“ Anna: „Já, ég veit, en ég geri alltaf svo margar vitleysur með mínum penna!“ Menn frá Öryggiseftirliti ríkisins komu inn á ónefnt verkstæði í höfuðborginni

Í skólastofunni. Anna: „Sigga, má ég fá lánaðan pennann hjá þér?“ Sigga: „Já, já, en þú ert með penna!“ Anna: „Já, ég veit, en ég geri alltaf svo margar vitleysur með mínum penna!“

Menn frá Öryggiseftirliti ríkisins komu inn á ónefnt verkstæði í höfuðborginni. Þeim fannst einn starfsmannanna fara heldur óvarlega með suðutæki. „Heyrðu vinur,“ sögðu þeir við hann. „Þú verður að fara varlega með þetta verkfæri. Það er ekki langt síðan stórslys hlaust af rangri meðferð suðutækja. Tólf manns slösuðust.“ „Það gæti ekki átt sér stað hér,“ svaraði sá glannalegi snúðugt. „Nú, því segir þú það?“ „Við erum ekki nema átta á verkstæðinu.“

Garðar: Mér finnst ég ekki hafa átt skilið að fá 0 í einkunn.“ Kennarinn: „Ég er sammála en ég gat ekki gefið þér lægri einkunn.“

„Ég gleymdi að taka með mér símann þegar ég fór á salernið og komst þá að því að það eru 245 flísar á baðherberginu.“