Skáldið Pembroke’s Men settu á svið Henry VI. og Titus Andronicus.
Skáldið Pembroke’s Men settu á svið Henry VI. og Titus Andronicus.
Stjórnendur leikhúss í Norfolk á England telja sig hafa fundið svið sem ágætis líkur eru á að William Shakespeare hafi leikið á. Öruggt má telja að öll önnur leikhús sem Shakespeare gæti hafa leikið í hafi verið rifin eða orðið eldi að bráð

Stjórnendur leikhúss í Norfolk á England telja sig hafa fundið svið sem ágætis líkur eru á að William Shakespeare hafi leikið á. Öruggt má telja að öll önnur leikhús sem Shakespeare gæti hafa leikið í hafi verið rifin eða orðið eldi að bráð. St. George's Guildhall í King's Lynn er elsta starfandi leikhús Bretlands en starfsemi þess nær allt aftur til 1445. Við nýlegar endurbætur fundust timburgólffjalir undir núverandi gólffjölum sem talið er að séu frá 15. öld.

Í frétt BBC kemur fram að skjöl sýni að Shakespeare hafi leikið á staðnum árið 1592 eða 1593. Á þeim tíma yfirgáfu flestir leiklistarhópar höfuðborgina eftir að bann var sett á allar samkomur vegna farsóttar sem þá geisaði í London. The Earl of Pembroke's Men, sem Shakespeare mun hafa verið meðlimur í, heimsótti King's Lyn eins og borgarskjöl frá árunum 1592-1593 sýna og þar sjáist svart á hvítu að King’s Lynn hafi greitt leikhópi Shakespeares fyrir leiksýningu, er haft eftir Tim FitzHigham, listrænum stjórnanda leikhússins.