300 Málfríður Erna Sigurðardóttir í leiknum gegn Þrótti í gær.
300 Málfríður Erna Sigurðardóttir í leiknum gegn Þrótti í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málfríður Erna Sigurðardóttir úr Stjörnunni náði þeim fágæta áfanga í gærkvöldi að spila sinn 300. leik í efstu deild hér á landi þegar Garðabæjarliðið tók á móti Þrótti í lokaumferð Bestu deildarinnar

Málfríður Erna Sigurðardóttir úr Stjörnunni náði þeim fágæta áfanga í gærkvöldi að spila sinn 300. leik í efstu deild hér á landi þegar Garðabæjarliðið tók á móti Þrótti í lokaumferð Bestu deildarinnar. Málfríður, sem er 39 ára gömul, lék alla 23 leiki Stjörnunnar á tímabilinu og er önnur konan í sögunni til að spila 300 leiki í deildinni. Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir úr Val er sú eina sem á fleiri leiki að baki, 333 talsins.