— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Björgunarbátur Landsbjargar ­Ásgrímur S. Björnsson fór í gær í sitt síðasta útkall sem björgunarskip í Reykjavík en í dag fær Landsbjörg athent nýtt björgunarskip sem mun leysa Ásgrím af hólmi. „Það var fiskibátur úti á flóa sem lenti í því að missa …

Björgunarbátur Landsbjargar ­Ásgrímur S. Björnsson fór í gær í sitt síðasta útkall sem björgunarskip í Reykjavík en í dag fær Landsbjörg athent nýtt björgunarskip sem mun leysa Ásgrím af hólmi.

„Það var fiskibátur úti á flóa sem lenti í því að missa skrúfuna og Ásgrímur mætti á svæðið og dró bátinn til hafnar í Hafnar­firði,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrú Landsbjargar við Morgunblaðið. Ásgrímur er kominn til ára sinna en skipið er rúmlega fjörutíu ára gamalt. Nýi björgunarbáturinn, sem ber nafnið Jóhannes Briem, er aflmeira skip, ganghraðinn er tvöfaldur á við gömlu skipin og það fer miklu betur með áhöfnina að sögn Jón Þórs en Landsbjörg er að endurnýja björgunarskip sín.