Austurvöllur Safnast verður saman þar í dag klukkan 15.
Austurvöllur Safnast verður saman þar í dag klukkan 15. — Morgunblaðið/Eggert
Efnt er til mótmæla á Austurvelli í dag gegn sjókvíaeldi hér á landi. Ef marka má Facebook-síðu mótmælanna hafa um 4.000 manns boðað mætingu. Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna), Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, Landvernd,…

Efnt er til mótmæla á Austurvelli í dag gegn sjókvíaeldi hér á landi. Ef marka má Facebook-síðu mótmælanna hafa um 4.000 manns boðað mætingu.

Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna), Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, Landvernd, Ungir umhverfissinnar, VÁ – Félag um vernd fjarðar og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til mótmælanna.

Í tilkynningu frá þessum aðilum segir að bændur og landeigendur muni fjölmenna á mótmælin og keyra í bílalestum úr sinni heimabyggð og fylkja þannig liði á Austurvöll. Mótmælafundurinn hefst kl. 15 en kl. 8 fer bílalest að norðan af stað frá Goðafossi og er safnað saman á nokkrum stöðum á suðurleiðinni. Lestin að sunnan fer af stað kl. 12 frá Hvolsvelli.

Nokkrir listamenn hafa sýnt stuðning við mótmælin, m.a. Bubbi Morthens, Björk Guðmundsdóttir, Rosalía, Björgvin Halldórsson, Salka Sól og Saga Garðarsdóttir.