— AFP/Luis Tato
Hundruð tóku þátt í háværum mótmælum gegn réttindum samkynhneigðra í höfuðborginni Naíróbí í Keníu. Hrópaði hópurinn slagorð gegn hinsegin fólki og bar bæði skilti og fána. Á meðal þeirra slagorða sem þar sáust var: „Ganga í nafni fjölskyldugilda“;…

Hundruð tóku þátt í háværum mótmælum gegn réttindum samkynhneigðra í höfuðborginni Naíróbí í Keníu. Hrópaði hópurinn slagorð gegn hinsegin fólki og bar bæði skilti og fána.

Á meðal þeirra slagorða sem þar sáust var: „Ganga í nafni fjölskyldugilda“; „Djöflunum sem blésu lífi í LGBTQ mun mistakast“ og „Ekkert LGBTQ í Keníu“. Eins mátti sjá regnbogafána á mótmælaspjöldum og var þá búið að krota rautt X yfir réttindafánann.

Mótmælin komu til vegna dóms hæstaréttar landsins sem veitti talshópum hinsegin fólks sama rétt og frjálsum félagasamtökum. Gekk fylkingin upp að húsi hæstaréttar og krafðist afsagnar þeirra þriggja dómara sem kváðu upp dóminn.

Kenía bannar kynlíf samkynja fólks og er refsiramminn 14 ár.