— Morgunblaðið/Eggert
Þau Þór Bæring og Kristín Sif, stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar, eru ansi dugleg að velta upp spurningum og pælingum um hitt og þetta. Á dögunum leyfðu þau hlustendum að hringja inn og spreyta sig á svari við spurningunni: „Hvaða lykt …

Þau Þór Bæring og Kristín Sif, stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar, eru ansi dugleg að velta upp spurningum og pælingum um hitt og þetta. Á dögunum leyfðu þau hlustendum að hringja inn og spreyta sig á svari við spurningunni: Hvaða lykt fær þig til eyða peningum?“ Margir hlustendur hringdu og voru svörin bæði fjölbreytt og skemmtileg. Til að mynda stakk einn hlustandinn upp á djúpsteikingarlykt og annar vildi meina að þetta hlyti að vera lyktin af nýbökuðum smákökum. Þá datt fólki einnig í hug að þetta væri lykt af fersku grænmeti, bakstri eða sítrónum nú eða að þetta hlyti að vera gamla góða fiskibræðslulyktin sem oft er kennd við peninga. Ekkert af ofantöldu reyndist rétt en rétta svarið er lyktin af appelsínum. Lestu meira á K100.is.