Framkvæmdir sem hófust nýlega við breytingar á gatnamótum Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar hafa leitt til þess að almenn bílaumferð og þungatraffík liggur nú inn í Vogabyggð, íbúðahverfi með 30 kílómetra hámarkshraða

Framkvæmdir sem hófust nýlega við breytingar á gatnamótum Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar hafa leitt til þess að almenn bílaumferð og þungatraffík liggur nú inn í Vogabyggð, íbúðahverfi með 30 kílómetra hámarkshraða.

Breytingaráformin fela í sér að fella niður aðra af tveimur vinstri beygjuakreinum frá Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbraut. Miklir vöruflutningar tengdir fyrirtækjum í hverfinu, auk umferðar viðskiptavina þeirra og íbúa Vogabyggðar, fara um umrædda gatnabyggð.

„Það hefur verið umferðarteppa hér síðustu vikurnar, bæði inn og út úr hverfinu en þó aðallega út úr því. Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég fer úr vinnu er ekki óalgengt að það sleppi kannski 1-2 bílar yfir Sæbrautina á ljósunum eftir að þrengt var niður í eina beygjuakrein,“ segir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar. » 4