— Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Við gerðum hliðarvindsprófanir á Airbus A321 XLR í gær sem gengu vonum framar,“ sagði Ingimar H. Ingimarsson forstjóri Crosswind um prófanir á sams konar vélum og Icelandair hefur fest kaup á og verða afhentar árið 2027

„Við gerðum hliðarvindsprófanir á Airbus A321 XLR í gær sem gengu vonum framar,“ sagði Ingimar H. Ingimarsson forstjóri Crosswind um prófanir á sams konar vélum og Icelandair hefur fest kaup á og verða afhentar árið 2027. „Þetta er tilraunavél sem við vorum að prófa í gær og við fórum í 42 hnúta, sem eru 21,6 m á sekúndu. Vélin flaug átta hringi og lenti átta sinnum í þessum vindhraða og það stóðst allt eins og stafur á bók,“ segir Ingimar sem segir hæfni flugvéla til að takast á við sterkan hliðarvind mikinn gæðastimpil. „Þetta er stórmál fyrir Airbus að staðfesta að vélin standist þennan mikla vind, því vélarnar verða enn verðmætari eftir því hvað þær geta höndlað mikið veður.“ Tilraunavélin kom frá Toulouse í Frakklandi með sex manna flugáhöfn og átta tæknimenn en aðstæður hérlendis þykja einstaklega góðar til hliðarvindsprófana.