Viðskiptajöfnuður er hagstæðari nú en á sama tíma í fyrra.
Viðskiptajöfnuður er hagstæðari nú en á sama tíma í fyrra. — Morgunblaðið/Ómar
Vöruviðskipti voru óhagstæð um 23,7 milljarða í september, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir um 83,8 milljarða króna og inn fyrir 107,6 milljarða króna. Ef vöruviðskiptin eru reiknuð á fob/cif-verðmæti voru…

Vöruviðskipti voru óhagstæð um 23,7 milljarða í september, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir um 83,8 milljarða króna og inn fyrir 107,6 milljarða króna. Ef vöruviðskiptin eru reiknuð á fob/cif-verðmæti voru vöruviðskiptin óhagstæð eins og fyrr segir um 23,7 milljarða króna.

Hagstofan bendir á samanburð við vöruviðskiptin frá september 2022, en þá voru þau óhagstæð um 42,7 milljarða króna. Vöruviðskiptajöfnuður fyrir september 2023 er því 19 milljörðum hagstæðari en á sama tíma í fyrra.