Ólafur Sveinsson (Ólafur Þorgils Blómkvist Sveinsson, Óli) fæddist 5. september 1953. Hann varð bráðkvaddur 17. júní 2023.

Útför hans fór fram 29. júní 2023.

Ólafur Þorgils Blómkvist Sveinsson viðskiptafræðingur fæddist á Njálsgötu 32b 5. september 1953 á afmælisdegi móðurafa síns. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi 17. júní 2023. Á fyrstu árum ævi sinnar var hann kallaður Óli Gils, sem vinir og vandamenn kunnu vel að meta, en með tímanum varð Ólanafnið okkur tamt og létum við það gott heita.

Hann Óli minn var afar ljúfur og góður drengur sem alltaf var tilbúinn að hjálpa ef einhver var í nauðum staddur. Hann tók mikið af góðum myndum og áttum við feðgar þar sameiginlegt áhugamál.

Móðir hans, Anna Þorgilsdóttir, var mikil listakona, bæði með nál og pensil. Útsaumað veggteppi var sett upp í Árbæjarsafni sem sýnir verklag í sveit til forna (140 x 115 cm). Hún andaðist árið 2008.

Ég vísa í minningargreinar í Morgunblaðinu 29. júní 2023.

Blessuð sé minning hans.

Hversvegna er leiknum lokið?

Ég leita en finn ekki svar.

Ég finn hjá mér þörf til að þakka

þetta sem eitt sinn var.

(Starri í Garði)

Sveinn B. Ólafsson.