— Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að samstarf lögreglunnar á Suðurnesjum og tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefði gengið vel og að aldrei hefði fleiri farþegum verið vísað frá landinu en í ár. Flestar frávísanir væru vegna tengsla einstaklinga við brotastarfsemi.

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að samstarf lögreglunnar á Suðurnesjum og tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefði gengið vel og að aldrei hefði fleiri farþegum verið vísað frá landinu en í ár. Flestar frávísanir væru vegna tengsla einstaklinga við brotastarfsemi.

Í sömu frétt kom fram að lögum samkvæmt væri flugfélögum skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn og flest flugfélög gerðu það. Þó væru dæmi um að flugfélög neituðu að veita þessar upplýsingar.

Hægt væri að leggja á stjórnvaldssektir en að sögn lögreglu hefði það líklega ekki verið gert hingað til.

Í annarri frétt Morgunblaðsins um málið kom fram að hið brotlega flugfélag er Lufthansa. Ætli félagið bregðist eins við beiðnum bandarískra yfirvalda?

Linkindin á landamærunum tekur á sig ýmsar myndir og á því þarf að taka. Hingað streymir fólk sem á ekkert erindi og þyrfti að snúa við á landamærunum. Þetta kostar skattgreiðendur mikil fjárútlát. Og hingað streymir líka ólöglegur varningur.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum bendir á að það þurfi að vera hægt að fylgjast með því hverjir koma hingað en af einhverjum ástæðum er ekki gripið inn í þegar um augljós brot er að ræða. Hvers vegna ekki?