Samstarf Nour Arab, bókaútgefandi í Sádi-Arabíu, og Huginn Þór Grétarsson, bókaútgefandi í Óðinsauga. Bók Nour Arab kemur brátt út hér á landi.
Samstarf Nour Arab, bókaútgefandi í Sádi-Arabíu, og Huginn Þór Grétarsson, bókaútgefandi í Óðinsauga. Bók Nour Arab kemur brátt út hér á landi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Það er gaman að geta hjálpað öllum þessum krökkum sem eru hingað komin frá Úkraínu að geta lesið á eigin tungumáli. Ekki er verra að þau geti í leiðinni forvitnast um og byrjað að læra íslensku,“ segir Huginn Þór Grétarsson, bókaútgefandi í Óðinsauga

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það er gaman að geta hjálpað öllum þessum krökkum sem eru hingað komin frá Úkraínu að geta lesið á eigin tungumáli. Ekki er verra að þau geti í leiðinni forvitnast um og byrjað að læra íslensku,“ segir Huginn Þór Grétarsson, bókaútgefandi í Óðinsauga.

Á næstu dögum kemur út ný barnabók hjá útgáfunni sem ber heitið Blóm handa mömmu. Bókin er gefin bæði út á íslensku og úkraínsku. Huginn segir að sagan sé skemmtilegt og ánægjulegt sé að geta lagt sitt af mörkum til stórs hóps fólks sem hefur þurft að flýja stríðsátökin í Úkraínu. Hann hefur áður gefið út bók sem var bæði á íslensku og pólsku sem ætluð var stórum hópi Pólverja hér.

„Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum og svo hitti ég höfund á bókamessunni sem er að gera svipaða hluti og ég. Hún heitir Nour Arab og er að nýja hluti í þessari karlamenningu í Sádi-Arabíu. Við ákváðum að skiptast á bókum. Ég gef hennar bók út með þessum hætti og hún gefur út bók eftir mig á arabísku.“

Þessi útgáfa gæti verið byrjun á frekara samstarfi útgefandans við kollega hans úti í heimi. „Það var alla vega gaman að hitta spegilmynd af sjálfum sér úti í heimi. Okkur fannst mikilvægt að grípa tækifærið og vinna aðeins saman.“