Franska sópransöngkonan Maïlys De Villoutreys kemur ásamt barokkhópnum Ensemble Masques fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Yfirskrift tónleikanna er Feneyjabarokk – Tónar og tár, en á efnisskránni eru verk eftir Feneyjatónskáldið Barböru Strozzi

Franska sópransöngkonan Maïlys De Villoutreys kemur ásamt barokkhópnum Ensemble Masques fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Yfirskrift tónleikanna er Feneyjabarokk – Tónar og tár, en á efnisskránni eru verk eftir Feneyjatónskáldið Barböru Strozzi. „Einstök saga Barböru Strozzi verður sögð á tónleikunum af fiðluleikaranum Kathleen Kaijoka frá Kanada sem er meðlimur í Ensemble Masque og er af íslenskum ættum, en hún er þekkt sem frábær sögumaður með mikla útgeislun og heldur úti klassískum útvarpsþætti í Toronto sem fluttur er í beinni útsendingu,“ segir í viðburðarkynningu.