Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað notkun lúsalyfja á átta laxeldissvæðum. Berglind Helga Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir að ágengni lúsa á sunnanverðum Vestfjörðum sé nær fordæmalaus á þeim slóðum

Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað notkun lúsalyfja á átta laxeldissvæðum. Berglind Helga Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir að ágengni lúsa á sunnanverðum Vestfjörðum sé nær fordæmalaus á þeim slóðum.

Áhyggjur eru uppi um að lúsin sé búin að aðlagast köldum sjó við Íslandsstrendur, en hingað til hefur magn lúsa á vorin verið lítið vegna kuldans í sjónum á veturna, sem venjulega drepur lúsina.

Síðasta vor var þó annað upp á teningnum þegar fyrst var tekið eftir miklu magni lúsa á laxi. Berglind telur nauðsynlegt að ráðast í rannsóknir á kuldaþoli lúsa enda geti þetta haft mikil áhrif. » 4