Illviðráðanlegur Keflvíkingar réðu lítið við Þóri Guðmund Þorbjarnarson í Síkinu þar sem hann skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.
Illviðráðanlegur Keflvíkingar réðu lítið við Þóri Guðmund Þorbjarnarson í Síkinu þar sem hann skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. — Ljósmynd/Jóhann Helgi
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti sannkallaðan stórleik fyrir Íslandsmeistara Tindastóls í lokaleik 2. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki á laugardaginn. Leiknum lauk með öruggum sigri Tindastóls, 105:88, en Þórir…

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti sannkallaðan stórleik fyrir Íslandsmeistara Tindastóls í lokaleik 2. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki á laugardaginn.

Leiknum lauk með öruggum sigri Tindastóls, 105:88, en Þórir skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Leikurinn var jafn og spennandi og Tindastóll leiddi með sjö stigum í hálfleik, 47:40. Tindastóll leiddi 75:69 að þriðja leikhluta loknum en Sauðkrækingar skoruðu 30 stig í fjórða leikhluta gegn 19 stigum Keflavíkur og gerðu þar með út um leikinn.

Callum Lawson skoraði 22 stig fyrir Tindastól, tók 9 fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Jaka Brodnik var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig og 5 fráköst.

Tindastóll er með fullt hús stiga eða fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í þriðja sætinu en Keflavík er með 2 stig í sjöunda sætinu.