Skátagleði Æskufjör og ævintýri.
Skátagleði Æskufjör og ævintýri. — Ljósmynd/Skátarnir
Bandalag íslenskra skáta hefur til fjárlaganefndar Alþingis sótt um 220 milljóna króna styrk frá ríkinu vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á Úlfljótsvatni í Grafningi. Þar er útilífsmiðstöð skáta, en nú háttar svo til að annar tveggja gistiskála þar er ónothæfur

Bandalag íslenskra skáta hefur til fjárlaganefndar Alþingis sótt um 220 milljóna króna styrk frá ríkinu vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á Úlfljótsvatni í Grafningi. Þar er útilífsmiðstöð skáta, en nú háttar svo til að annar tveggja gistiskála þar er ónothæfur. Þegar best lét gátu um 100 manns dvalist í skálum á Úlfljótsvatni, en nú eru 40 pláss dottin út. Vilji stendur því til að reisa nýtt hús.

„Draumurinn er að geta tekið fyrstu skólfustunguna á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni á næsta ári,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands.

Aðstöðuleysi á Úlfljótsvatni nú segir Harpa að sé hamlandi. Gjarnan hafi stórir skólahópar komið á svæðið en nú þurfi að skipta þeim upp. Slíkt sé mjög til baga, því eystra séu miklir möguleikar til útikennslu og fræðslu um sjálfbærni. Því sé óskað eftir stuðningi ríkisins.