Umhyggja – félag langveikra barna, Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð lýsa í bréfi til ráðherra barna- og félagsmála áhyggjum af framkvæmd sveitarfélaga á frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Umhyggja – félag langveikra barna, Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð lýsa í bréfi til ráðherra barna- og félagsmála áhyggjum af framkvæmd sveitarfélaga á frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni. Lögum skv. skuli sveitarfélög bjóða þessa þjónustu eftir að skóladegi þeirra lýkur. Þegar börn með fötlun eigi í hlut skuli þjónustan miðast við þarfir hvers þeirra. Tilgangurinn sé meðal annars að jafna aðstöðu foreldra á vinnumarkaði. Þeir séu þó stundum vegna aðstæðna nauðbeygðir til að skipuleggja vinnu í samræmi við skóladag barnanna svo full vinna sé ómöguleg.

„Ljóst er að þar sem sértæk frístundaþjónusta er ekki veitt er verið að bregðast því að tryggja farsæld barna,“ segir í bréfi samtakanna. Viðbáru sveitarfélaga segja þau að ekki sé til fé til að halda þessari starfsemi úti eða starfsfólk fáist ekki. Komi fjárskortur í veg fyrir að lögbundin þjónustan sé veitt, þurfi skýringar.