— AFP/Thomas Coex
Ísraelar hafa safnað saman þúsundum hermanna, þungavopna og skriðdreka fyrir utan landamæri Gasa í suðurhluta Ísraels. Búist er við meiriháttar hernaðaraðgerðum og innrás á allra næstu dögum. Aðgerðin hefur frestast bæði vegna veðurfars og vegna…

Ísraelar hafa safnað saman þúsundum hermanna, þungavopna og skriðdreka fyrir utan landamæri Gasa í suðurhluta Ísraels. Búist er við meiriháttar hernaðaraðgerðum og innrás á allra næstu dögum.

Aðgerðin hefur frestast bæði vegna veðurfars og vegna fjölda saklausra borgara í norðurhluta Gasa að sögn ísraelskra stjórnvalda. Gert er ráð fyrir blóðugum og erfiðum átökum en enn eru um 155 gíslar á Gasasvæðinu í haldi Hamas-samtakanna.

Herinn hefur sagt rúmlega milljón Palestínumönnum á norðurhluta Gasa að halda suður á bóginn til að reyna eftir fremsta megni að tryggja öryggi þeirra.

Talsmenn ísraelska hersins, Richard Hecht og Daniel Hagar, sögðu um helgina að öllum árásum á jörðu niðri yrði hrundið af stað með „pólitískri ákvörðun“.