Flutningastarfsemi Sundahöfn er stærsta og mikilvægasta höfn landsins.
Flutningastarfsemi Sundahöfn er stærsta og mikilvægasta höfn landsins. — Morgunblaðið/Hákon
Flutningafyrirtækið Cargow-ThorShip hefur sótt um aðstöðu við Sundahöfn til að lesta og losa skip. Faxaflóahafnir hafa falið hafnarstjóra að hefja viðræður við félagið. ThorShip sameinaðist hollenska skipafélaginu Cargow B.V

Flutningafyrirtækið Cargow-ThorShip hefur sótt um aðstöðu við Sundahöfn til að lesta og losa skip. Faxaflóahafnir hafa falið hafnarstjóra að hefja viðræður við félagið. ThorShip sameinaðist hollenska skipafélaginu Cargow B.V. árið 2021 og er með sex gámaskip í rekstri.

Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri ThorShip segir í samtali við Morgunblaðið að eftir að hafa starfað á flutningamarkaði í 15 ár með góðum árangri sé vilji sé til þess að skoða möguleikann á að bæta við skipi í Sundahöfn með það fyrir augum að auka þjónustu og fjölbreytni siglingaleiða.

Spurður um það hvort með umsókninni sé fyrirtækið að taka slaginn við hin stóru skipafélögin neitar Stefán því ekki. „Við erum að skoða það mjög alvarlega og það sé lykilatriði hvort hægt sé að fá aðstöðu við Sundahöfn, svo fyrirtækinu sé kleift að veita aukna þjónustu, en það hefur verið takmarkandi þáttur í rekstrinum hingað til,“ segir hann. Með umsókninni sé verið að kanna vaxtarmöguleika fyrirtækisins með því að bæta við sjöunda skipinu, svo hægt sé að leggja mat á fýsileikann á að bæta við einu skipi sem kemur til með að sigla á milli Reykjavíkur og Evrópu. arir@mbl.is