Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem lauk sl. sunnudag í Rimaskóla. Fram að þessum tímapunkti í skákinni hafði stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.529) með svörtu þjarmað lengi að litháíska…

Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem lauk sl. sunnudag í Rimaskóla. Fram að þessum tímapunkti í skákinni hafði stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.529) með svörtu þjarmað lengi að litháíska stórmeistaranum Paulius Pultinevicius (2.586). Núna hins vegar var skákin að enda í jafntefli, t.d. eftir 52. … Kd5. Þess í stað lék Hannes 52. … gxf3?? sem var svarað með 53. Kc4! og svartur gafst upp enda óverjandi mát í næsta leik, Hh6-e6#. A-sveit Skákdeildar Fjölnis leiðir Kvikudeildina með 10 stig af 10 mögulegum en í öðru sæti er A-sveit Taflfélags Reykjavíkur með 7 stig. Í þriðja sæti er svo A-sveit Víkingaklúbbsins með 6 stig. Núverandi Íslandsmeistarar, A-sveit Taflfélags Garðabæjar, vermir neðsta sætið með 1 stig, sjá nánari upplýsingar um keppnina á skak.is.