„Tilfinningin er yndisleg. Ég er mjög stoltur og búinn að bíða lengi eftir þessu. Ég er mjög sáttur við að hafa náð þessu meti,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Morgunblaðið eftir að hann sló markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gærkvöld

„Tilfinningin er yndisleg. Ég er mjög stoltur og búinn að bíða lengi eftir þessu. Ég er mjög sáttur við að hafa náð þessu meti,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Morgunblaðið eftir að hann sló markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gærkvöld.

„Ég finn það alveg að ég er langt frá mínu besta og langt frá því að vera kominn í ásættanlegt form. Ég held að þetta hafi verið fullkominn leikur fyrir mig að byrja og spila í um 55 mínútur. Núna heldur áfram tími þar sem ég þarf að bæta formið og reyna að vera kominn í betra form í nóvember,“ sagði Gylfi.

Við þurftum að vera agaðir í varnarleiknum, sem við vorum, og við vorum mjög öflugir í sóknarleiknum. Ef stangirnar væru aðeins þynnri þá værum við eflaust búnir að skora mun fleiri mörk í þessari undankeppni en leikmennirnir gerðu þetta vel og ég er ánægður með strákana,“ sagði Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands.

Það er góð tilfinning að koma inn á aftur og spila fótbolta aftur. Það er það sem ég geri best. Ég vil gefa af mér og ég geri það ekki uppi í stúku. Mér líður mjög vel. Ég átti góða æfingaviku og þetta er það mesta sem ég hef æft í nokkurn tíma. Það er jákvætt. Nú vil ég byggja ofan á það og vera í góðu formi í nóvember. Ég finn mér svo annað lið í janúar og þá fer boltinn að rúlla enn meira,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem kom inn á sem varamaður.

Nánar er rætt við þá og fleiri á mbl.is/sport.