Hjón Vahida Mohammadifar og Dariush Mehrjui látin eftir hnífaárás.
Hjón Vahida Mohammadifar og Dariush Mehrjui látin eftir hnífaárás. — AFP/Abdulwahed Mirzazadeh
Einn þekktasti leikstjóri Írans, Dariush Mehrjui, fannst ásamt eiginkonu sinni, Vahida Mohammadifar, látinn á heimili sínu skammt frá Teheran að því er virðist eftir hnífstunguárás. Í frétt BBC er haft eftir lögreglustjóra að Mohammadifar, sem er…

Einn þekktasti leikstjóri Írans, Dariush Mehrjui, fannst ásamt eiginkonu sinni, Vahida Mohammadifar, látinn á heimili sínu skammt frá Teheran að því er virðist eftir hnífstunguárás. Í frétt BBC er haft eftir lögreglustjóra að Mohammadifar, sem er handritshöfundur og búningahönnuður, hafi kvartað undan hótunum og að brotist hafi verið inn í hús þeirra hjóna. Mehrjui er talinn einn stofnenda nýju kvikmyndabylgjunnar í Íran þar sem fyrst og fremst var einblínt á raunsæi. Hann menntaði sig í Bandaríkjunum og bjó í Frakklandi þegar hann vakti athygli með myndina Gaav (1969). Mehrjui hlaut mörg verðlaun á ferli sínum, en meðan myndum hans var hampað á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum voru þær fæstar sýndar í heimalandinu vegna ritskoðunar.