Íshokkí Miloslav Racanský er orðinn þjálfari SR-inga.
Íshokkí Miloslav Racanský er orðinn þjálfari SR-inga. — Ljósmynd/SR
Miloslav Racanský hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs SR í íshokkí en hann tekur við starfinu af Gunnlaugi Thoroddsen sem stýrt hefur liðinu í rúm tvö tímabil. Milos, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2018, hefur verið búsettur á Íslandi í…

Miloslav Racanský hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs SR í íshokkí en hann tekur við starfinu af Gunnlaugi Thoroddsen sem stýrt hefur liðinu í rúm tvö tímabil.

Milos, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2018, hefur verið búsettur á Íslandi í tíu ár, fyrst var hann leikmaður karlaliðs SR og síðan þjálfari hjá félaginu. Hans fyrsti leikur sem þjálfara liðsins verður gegn SA laugardaginn 28. október.