Stjarna Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Eric Lu á tónleikum.
Stjarna Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Eric Lu á tónleikum.
Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Eric Lu kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Tomášar Hanus. Á efnisskránni eru Tvíkonsert fyrir tvær strengjasveitir, píanó og pákur eftir Bohuslav Martinu, Píanókonsert nr

Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Eric Lu kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Tomášar Hanus. Á efnisskránni eru Tvíkonsert fyrir tvær strengjasveitir, píanó og pákur eftir Bohuslav Martinu, Píanókonsert nr. 27 K595 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorák.

„Lu hefur á undanförnum árum skotist hátt upp á stjörnuhimin píanóheimsins en 2018 bar hann sigur úr býtum í hinni virtu Leeds-­píanókeppni, þá aðeins tvítugur. Lu hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir dýpt og fágun í túlkun sinni, ekki síst í verkum Mozarts,“ segir í kynningu. Boðið verður upp á tónleikakynningu í Hörpuhorni sem hefst kl. 18.