Forseti Stóll forseta fulltrúadeildar hefur staðið auður í tvær vikur.
Forseti Stóll forseta fulltrúadeildar hefur staðið auður í tvær vikur. — AFP/Saul Loeb
Repúblikanum Jim Jordan tókst ekki að smala saman fylgi milli daga svo hann fengi meirihluta til forsetaembættis fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Í gær kusu 22 repúblikanar gegn honum og er það verra gengi en við kosninguna á þriðjudag þegar 20 samflokksmenn hans kusu gegn honum

Repúblikanum Jim Jordan tókst ekki að smala saman fylgi milli daga svo hann fengi meirihluta til forsetaembættis fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Í gær kusu 22 repúblikanar gegn honum og er það verra gengi en við kosninguna á þriðjudag þegar 20 samflokksmenn hans kusu gegn honum. Aukin pressa er nú í flokki repúblikana að gefa tímabundnum forseta, Patrick T. McHenry frá N-Karólínu, meiri völd þar til nýr forseti er kosinn.