Platan Unanswered, sem Svavar Knútur vann í samstarfi við þjóðlagatónlistarfólkið Lucy Ward frá Bretlandi og Adyn Townes frá Kanada, hlaut nýverið fjórar stjörnur hjá tónlistargagnrýnanda The Guardian, Neil Spencer

Platan Unanswered, sem Svavar Knútur vann í samstarfi við þjóðlagatónlistarfólkið Lucy Ward frá Bretlandi og Adyn Townes frá Kanada, hlaut nýverið fjórar stjörnur hjá tónlistargagnrýnanda The Guardian, Neil Spencer. Hann rekur það hvernig Svavar, Ward og Townes unnu saman í gegnum netið í covid-faraldrinum og tóku síðan upp hér á landi.

Rýnirinn notar orðið „óvenjulegt, heillandi sköpunarverk“ um plötuna. Grunntónninn segir hann að sé „blíð, rómantísk angurværð“ sem taki þó á sig óvænt form. Hann nefnir sérstaklega að Svavar Knútur bræði saman harm og norræna álfa í lagi sínu „Isn't It Funny“.