Norður ♠ 8653 ♥ Á43 ♦ K2 ♣ K1085 Vestur ♠ G942 ♥ K96 ♦ DG105 ♣ 62 Austur ♠ D7 ♥ G10872 ♦ 9743 ♣ 43 Suður ♠ ÁK10 ♥ D5 ♦ Á86 ♣ ÁDG97 Suður spilar 6♣

Norður

♠ 8653

♥ Á43

♦ K2

♣ K1085

Vestur

♠ G942

♥ K96

♦ DG105

♣ 62

Austur

♠ D7

♥ G10872

♦ 9743

♣ 43

Suður

♠ ÁK10

♥ D5

♦ Á86

♣ ÁDG97

Suður spilar 6♣.

„Þetta er erfitt val.“ Þeir voru sammála um það Gölturinn og Haraldur háfleygi að besta leiðin í 6♣ væri síður en svo „meitluð í stein“. Útspilið er ♦D og sagnhafi getur valið á milli þess að spila hjarta á drottninguna eða spaða á tíuna.

Fyrrnefnda spilamennskan er klippt og skorið 50 prósent – hjartakóngur í austur. Spaðaleiðin er flóknari í útreikningi. Fyrir utan spaðann þrjú-þrjú er hugsanlegt að austur eigi litlu hjónin blönk eða í lengd, eða jafnvel bólgið tvíspil eins og D9 eða G9. „Samt varla yfir 50 prósent,“ hélt Gölturinn.

„Ekki má gleyma skvísnum,“ benti Halli á: „Segjum að sagnhafi spili spaða á tíuna og gosann. Ef vestur heldur sofandi áfram með tígul rennur upp þvingun í hálitunum síðar.“

„Nei. Hvaða froskur sem er í vestur skiptir yfir í hjarta,“ sagði Gölturinn.